Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að samningsgerð (Letter of intent) ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) yrðu sent sjóðnum að öllum líkindum á morgun.

Þetta sagði Geir H. Haarde í ræðu á Alþingi fyrir stundu en þar er nú til umræðu skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

Þá sagði Geir að bréfið yrði gert opinbert á sama tíma.