Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú dæmt í máli Lýsingar gegn skuldara um hvaða vexti beri að greiða af gengistryggðum bílalánum. Það er mat Héraðsdóms aðsamningsvextir skuli ekki gilda heldur skuli miða við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú dæmt í máli Lýsingar gegn skuldara um hvaða vexti beri að greiða af gengistryggðum bílalánum. Það er mat Héraðsdóms aðsamningsvextir skuli ekki gilda heldur skuli miða við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands eins og greint er frá á mbl.is.

Aðalkrafa Lýsing var sú að lánið væri gert upp miðað við verðtryggingu samkvæmt gjaldskrá Lýsingar. Fyrsta varakrafa var að miða væri við vertryggingu Seðlabanka Íslands. Aðrar varakröfur miðuðust við að óverðtryggðir lágmarksvextir ráði vöxtum lánanna. Lögmaður skuldara taldi hins vegar að samningsvextir ættu að gilda.

Ljóst er að málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.