Félag flugmálastarfsmanna ríkisins gekk frá kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir ohf. í dag. Þetta kemur fram á vef BSRB.

Samningurinn er sagður ámóta þeim og BSRB gerði við ríkið. Laun flugmálastarfsmanna hækka um 21.000 krónur á mánuði, en samningurinn frá gildir frá 1. júní til 30 október 2009.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst fimmtudaginn 17. júlí og er henni ætlað að taka viku.