Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþykktur samhljóða á fundi trúnaðarráðs félagsins í dag. Greint er frá þessu á mbl.is .

„Næsta skref er að leggja þessa samn­inga í dóm fé­lags­manna okk­ar, þeir hafa alltaf loka­orðið. Núna koma nokkr­ir daga þar sem verið er að vinna kynn­ing­ar­efni þannig það er alla­vega vika þar til kosn­ing hefst.,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, í samtali við mbl.is.

Ólafía segir að mikil ánægja ríki um samninginn í trúnaðarráði VR, en í því sitja auk stjórnar 82 fulltrúar, alls 100 fulltrúar. Samningurinn verður undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag.