Fyrirtæki á Höfn í Hornarfirði hefur gert samning um sölu á perlumöl til fyrirtækis í Bandaríkjunum. Það eru aðilar í Arisona sem kaupa mölina og fer fyrsti farmurinn, eitt þúsund tonn, út um áramótin og síðan 4-5 þúsund tonn á árinu 2006 og 10 þúsund tonn árið 2007.

Það er fyrirtækið Litla-Horn sem er í eigu Ómars Antonssonar á Höfn sem flytur mölina út.

Í frétt á heimasíðu Hornafjarðarbæjar kemur fram að perlumölin verður m.a. notaðar í klæðningu í sundlaugar. Perlumölin er tekin á Austurfjörukambinum, henni mokað upp með hjólaskóflu, sigtuð, sett í poka og tekin um borð í skip.

Verið er að hanna trébryggju sem sett verður við Austurfjörurnar innanfjarðar gegnt Lambhelli. Reiknað er með að allt að 3000 tonna skip geti lagst að bryggjunni. Stærð perlusteinanna á að vera frá 1-5 mm og það er þessi dökki og svarti litur sem er mest eftirsóttur enda steinarnir vel slípaðir og mjög fallegir. Þetta eru náttúruperlur sem koma undan jöklinum og berast með jökulvatninu út í ósin.

Von er á skipi í til að sækja meira af steypuefni sem fer til Reyðarfjarðar og er verið sé að athuga með flutnings efnis til Færeyja.