Kjarasamningur var undirritaður í kvöld á milli Icelandair og Icelandair Group [ ICEAIR ] annars vegar og félags íslenskra atvinnuflugmanna hins vegar.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er samningurinn á svipuðum nótum og almennu kjarasamningarnir sem gerðir voru fyrr í vetur. Þá herma heimildir að samningurinn feli í sér 3,3% hækkun strax en um 5 – 6% hækkun á tímabilinu.

Þar sem aðeins var samið til eins árs var fallið frá að reyna að semja um aðrar breytingar sem báðir aðilar komu með að borðinu og látið sitja við fyrrnefndar hækkanir.

Ekki hefur enn verið gerður kjarasamningur við flugfreyjur og flugvirkja og hafa þeir aðilar vísað kjaradeilum sínum við Icelandair til ríkissáttasemjara.