Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að samningur ríkisins við ljósmæður muni ekki hafa áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði.

Á vef SA kemur fram að núgildandi kjarasamningar gildi til þriggja ára og að vonir standi til að þá verði hægt að framlengja í mars þegar þeir komi til endurskoðunar.

Almennt séu SA fylgjandi því að gera sem lengsta kjarasamninga sem hingað til hafi átt þátt í að auka stöðugleika. Vilhjálmur segir ljóst að forsendur kjarasamninga séu brostnar en það komi jafnt niður á starfsfólki og fyrirtækjum.