At­kvæðagreiðslu vegna kjara­samn­ings flug­virkja við Icelanda­ir lauk í gær og var samn­ing­ur­inn samþykkt­ur, alls kusu um 65% með samn­ingn­um og 35% voru á móti hon­um. Mbl.is greindi frá þessu.

Maríus Sig­ur­jóns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar flug­virkja, segist vera ánægður með að þetta hafi verið samþykkt. Það séu tölu­verðar breyt­ing­ar í samn­ingn­um svo hann var ekki um það hvernig fólk tæki í þær. En hann er ánægður með að þessu sé lokið og heldur að þetta sé ásætt­an­legt fyr­ir alla.

Þátt­tak­an í kosn­ing­unni var 78% eða 150 manns. 98 kusu með og 52 á móti.