Nordic Patent Institute hefur tekið til starfa, en um er að ræða samstarfsverkefni milli Einkaleyfastofu Íslands, Einkaleyfastofu Noregs og Einkaleyfastofu Danmerkur. Stofnunin er alþjóðleg nýnæmisrannsóknar- og forathugunarstofnun samkvæmt gildandi samstarfssáttmálan um einkaleyfi.

Stofnunin stefnir að því að gefa út alþjóðlegar rannsóknarniðurstöður innan fimmtán mánaða frá forgangsréttardegi umsóknar. Með tilkomu stofnunarinnar bætast við mögulegar leiðir til að öðlast einkaleyfi og geta umsækjendur geta nýtt niðurstöður Nordic Patent Institute m.a. í umsóknarferli fyrir Evrópsku einkaleyfastofuna.