Hækkandi vextir og vaxandi verðbólgu hefur orðið til þess að efnahagssamdráttar gætir á Norðurlöndum og ekki er útlit fyrir að rofa muni til fyrr en árið 2010.

Einnig eru teikn á lofti um að atvinnuleysi fari vaxandi eftir að eftir að hafa haldist lágt um árabil.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Nordea, sem er stærsti banki Norðurlanda.

Ljóst er að önnur hagkerfi hafa ekki aftengst stöðu mála í því stærsta: Bandaríkjunum. Samdráttur Vestanhafs ásamt mjög sterku gengi evrunnar skaðar útflutningsatvinnuvegi evrusvæðisins verulega og svipað ástand er upp í Asíu að mati sérfræðinga Nordea.

Haft er eftir Helge J. Pederson, aðalhagfræðingi bankans, að ljóst er að lánsfjárkreppan er ekki að renna sitt skeið á enda og áhrif fallandi húsnæðisverð víða um heim verður til þess að draga enn frekar úr einkaneyslu og fjárfestingu og sú þróun mun hamla hagvexti á næstu árum – og verða Norðurlöndin engin undantekning í þessu.

Sérfræðingar Nordea telja að næstu ár verði hagkerfum Norðurlanda erfið og horfurnar muni skána fyrr en árið 2010. Ástandið er þó misdökkt að þeirra mati.

Horfurnar eru sagðar stöðugri í Finnlandi og Noregi þar sem að fasteignaþróunin í fyrrnefnda landinu hefur ekki verið jafn öfgakennd og annarstaðar og vegna þess að Norðmenn geta reitt sig á mikla olíuframleiðslu.

Að sama skapi er danska hagkerfið sagt hafa siglt inn í skarpan samdrátt og hagvaxtarhorfurnar í Svíþjóð eru fremur slæmar.

______________________________________

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.  Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .