Stærra raforkukerfi með meiri sölu til orkufreks iðnaðar hefur leitt til lækkunar á raforku á almenna innlenda markaðinum. Raforkuverð til heimila hefur að jafnaði lækkað um 30% frá árinu 1997, sem að stórum hluta má skýra með auknu umframafli frá orkufrekum iðnaði sem sinnir afltoppum á almenna markaðnum.

Þetta er meðal helstu niðurstaðna nýrrar skýrslu AtvinnuLífsinsSkóla um raforkuverð á Íslandi á árunum 1997 - 2008, þar sem skoðuð eru áhrif aukinnar raforkusölu til orkufreks iðnaðar á raforkuverð á almennum markaði. Skýrslan var kynnt á opnum fundi Samorku á Grand Hótel Reykjavík í morgun og sátu fundinn um 100 manns.