Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, lýsir yfir vonbrigðum með stöðuna og ferlið við gerð rammaáætlunar um orkunýtingu á næstu árum, að því í fram kemur í ályktun aðaldfundar Samorku. ´

Í ályktuninni segir að í drögum að tillögu frá ágúst í fyrra hafi verið vikið frá faglegri forgangsröðun verkefnisstjórnar, málið sé nú öðru sinni statt í ógegnsæju samningaferli á vettvangi stjórnvalda með tilheyrandi óvissu.

Fram kemur í tilkynningu frá Samorku, að vænlegast væri að styðjast einfaldlega við falega röðun verkefnisstjórnar frá í júní í fyrra. Fundurinn ítrekaði jafnframt andstöðu við hugmyndir um að færa auðlindamál undir umhverfisráðuneytið.