Finnska tryggingafélagið Sampo , sem er að fimmtungi í eigu Exista hf., hefur aukið hlut sinn í sænska Nordea bankanum upp í 5,4%, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Fyrr á árinu jók Sampo hlut sinn í áföngum upp í 3,7% og varð þar með næst stærsti hluthafinn á eftir sænska ríkinu sem á 19,9%.

?Kaup Sampo á hlutum í Nordea hófust fyrir alvöru í nóvember og vöktu upp vangaveltur um áhuga félagsins á hlut ríkisins í Nordea sem ætlunin er að selja í samræmi við einkavæðingaráætlun sænsku ríkisstjórnarinnar,? segir greiningardeildin.

Haft er eftir forsvarsmönnum Sampo að kaupin séu hugsuð til lengri tíma þótt ákvörðunin nú hafi verið tekin í ljósi hagstæðs verð á hlutabréfum Nordea.

?Framkvæmdastjóri Sampo, Björn Walhroos, hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi áhuga á samrunaþróun á norrænum bankamarkaði og telji að hún muni m.a. fylgja í kjölfarið á sölu sænska ríkisins á hlut sínum í Nordea,? segir greiningardeildin.