Finnska fjárfestingafélagið, sem er í 20% eigu Exista hagnaðist um 422 milljónir evra (um 52 milljarðar ísl.króna) fyrir skatt á fyrstu sex mánuðum ársins eða því sem nemur um 60 evrusent á hvern hlut.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá félaginu í dag.

Þó er tekið fram að þessar tölur innihalda ekki söluna á hlut í Sampo bankanum sem félagið seldi þann 1. febrúar s.l. Sé sá hlutur tekinn með er hagnaður á hvern hlut 5,66 evrur.

Nánar verður fjallað um uppgjörið í Viðskiptablaðinu á morgun.