Hagnaður finnska tryggingafélagsins Sampo í fyrra nam 3.833 milljónum evra eða um 381 milljarði íslenskra króna en inni í þeirri tölu er hagnaður af sölu bankastarfsemi Sampo til Danske Bank en hann nam 2.830 milljónum evra. Eins og kunnugt er er Exista stærsti einstaki hluthafinn í Sampo með um fimmtungshlut. Hagnaður Sampo á fjórða ársfjórðungi nam um 16 milljörðum íslenskra króna sem er um 38% samdráttur miðað við sama tímabili árið 2006. Hagnður fjórðungsins var engu að síður umfram væntingar sérfræðinga sem höfðu spáð Sampo 14,6 milljarða hagnaði á fjórðungnum en engu að síður lækkaði gengi bréfa félagsins líttillega eftir opnun markaða í morgun.

Markaðsverðmæti eignarhlut Sampo í Nordea, stærsta banka, Norðurlandanna, nam 2,7 milljörðum evra í lok síðasta árs en Sampo hefur aukið við hlut sinn síðan þá og losar eignarhluturinn í Nordea um 10%. Stjórnendur Sampo segjast munu ætla halda áfram að fjárfesta af umframfé Sampo í Nordea svo og í eigin bréfum.