*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 4. febrúar 2016 15:45

Samráð olíufélagana staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna.

Ritstjórn

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna samráðs olíufélaganna frá árinu 2005.

Olíufélögin þurfa því að greiða 1,5 milljarð króna í sekt til ríkissjóðs líkt og ákveðið var í úrskurði áfrýjunarnefndar. Samkeppnisráð (nú Samkeppniseftirlitið) komst að þeirri niðurstöðu árið 2004 að Olís, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker) hefðu gerst sek um brot á samkeppnislögum.Í kjölfarið voru lagðar sektir á Olíufélögin sem kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Áfrýjunanefndin staðfesti í aðalatriðum niðurstöðu samkeppnisráðs og var niðurstöðunni áfrýjað til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti að samráð hefði átt sér stað en felldi niðurstöðuna úr gildi vegna þess að ekki hafði verið gætt að andmælarétti. Samkeppniseftirlitið áfrýjaði því til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá vegna galla í málatilbúnaði; en þá var úrskurður áfrýjunarnefndar óhaggaður.

Olíufélögin kærðu aftur úrskurðinn til héraðsdóms og síðan til Hæstaréttar. Nú er málinu endanlega lokið með úrskurði Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu áfrýjunarnefndar.