Mál olíufélaganna Olís, Skeljungs og Kers, áður Olíufélagsins, gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu er enn fyrir dómstólum. Fyrirtaka er í því í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur.

Málið snýst um það að olíufélögin telja að sekt, sem þau þurftu að greiða vegna samráðsins, hafi verið ólögmæt þar sem samráðið hafi ekki valdið tjóni. Þessu hefur Samkeppniseftirlitið alfarið hafnað. Íslenska ríkið hefur raunar aldrei farið í mál við olíufélögin vegna samráðs þeirra fyrir útboð á vegum lögreglunnar og landhelgisgæslunnar. Undirbúningur þess máls hefur staðið yfir árum saman án þess að það sé fyrirtekið í dómi.