Ekki er hægt að gera ráð fyrir upptöku annarra myntar á næstu árum og því er mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum. Þetta er mati samráðshóps um mótun gengis- og peningamálastefnu.

Í nefndinni eiga sæti fulltrúar sem voru tilnefndir af þingflokkunum og ASÍ og SA.. Árni Þór Sigurðsson var tilnefndur af þingflokki Vinstri grænna, Freyr Hermannsson var tilnefndur af þingflokki Framsóknarflokksins, Illugi Gunnarsson var tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Lilja Mósesdóttir var tilnefnd af þingflokki Hreyfingarinnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir var tilnefnd af flokki Samfylkingarinnar. Þá situr Gylfi Arnbjörnsson í nefndinni fyrir Alþýðusamband Íslands og Vilhjálmur Egilsson fyrir Samtök atvinnulífsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra fól Helgu Jónsdóttir formennsku en nefndin var skipuð þann 7. mars síðastliðinn.

Alls hafa ellefu fundir verið haldnir og hefur nefndin skilað bréfi til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Fram kemur að almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði. Hvað varðar valkosti til lengri tíma séu skoðanir skiptari en samstaða sé um að einhliða upptaka annarrar myntar komi ekki til álita.

Í bréfinu óskar nefndin eftir fundi með atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra til að kynna störf samráðsnefndarinnar. Óskað er eftir fundarins með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á ráðuneytisskipan.

Skilabréf samráðsnefndar .