Ríkisstjórnin fundar síðdegis í dag með fulltrúum launþega, vinnuveitenda og sveitarfélaga um aðgerðir í efnahagsmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina ekki leggja neinar tillögur um aðgerðir fyrir fundinn.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Í fyrrasumar var komið á samráðsvettvangi ríkisstjórnarinnar, Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB og BHM þar sem fjallað er um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála.

Fjórir ráðherra sitja fundina, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra. Fundur hefur verið boðaður síðdegis í dag.