Breskir fjármálasérfræðingar búast við því að samruna fjármálafyrirtækja sé að vænta þar í landi, en frá þessu er greint í Hálf fimm fréttum Greiningardeildar Kaupþings.

Helstir eru nefndir til sögunnar bankarnir Alliance & Leicester og Bradford & Bingley, en reikna má með að þessir tveir bankar verði teknir yfir af einhverjum stóru bankanna.

Fregnir þess efnis að Lloyds TSB hygðist bjóða í A&L heyrðumst um helgina, en hagnaður síðarnefnda bankans dróst saman um 30% fyrir skatta milli ára. B&B hefur einnig verið nefndur sem mögulegt skotmark Lloyds.

Bréf í bönkunum tveimur hækkuðu skarpt við þær sögusagnir að Lloyds hefði hug á yfirtöku þeirra. A&L hækkaði um 8,3%, og B&B um rúm 6%.