Samruna Eik Bank Danmark A/S og SkandiaBanken A/S annars vegar og  Fondsmæglerselskab Privestor A/S og Tidsskriftet FinansNyt A/S við  Eik Bank Danmark A/S hins vegar áttu sér stað 6. desember s.l. Félögin munu hér eftir starfa undir nafninu Eik Bank.

Eik Banki Danmark A/S var stofnaður árið 2001 en kaupin á SkanbdiBanken voru ákveðin í maí 2007 en kaupin á Fondsmæglerselskab Privestor A/S og Tidsskriftet FinansNyt A/S á ágúst 2007.

Vegna samrunans hafa félögin Fondsmæglerselskab Privestor A/S og Tidsskriftet FinansNyt A/S verið leyst upp.

Eik Bank Danmark A/S er hluti af hinu færeyska Eik Group. Samstarfsfélag Eik Group er Eik Banki P/F sem er skráður í skandínavísku kauphöllinni, Kauphöll Íslands og Kauphöllinni í Kaupmannahöfn.