Framkvæmdarstjóri norska olíurisans Statoil, Helge Lund, greindi frá smáatriðum varðandi 2.115 milljarða krónu samruna við Norsk Hydro í gær, en hann sagði jafnframt að uppsögnum yrði haldið í lágmarki, segir í frétt Dow Jones.

Búist er við að samrunanum verði lokið í október, en þá verður til fimmti stærsti olíuframleiðandi Evrópu, miðað við markaðsvirði og er talið að framleiðsla þess muni nema 1,9 milljónum olíufata á dag á þessu ári.

Lund verður framkvæmdarsjóri fyrirtækisins, en stjórnarformaður Norsk Hydro, Eivind Reiten verður stjórnarformaður þess.

Búist er við að stjórnir fyrirtækjanna muni samþykkja samrunan í mars og að nýtt nafn fyrirtækisins verði tilkynnt í júní eða júlí.