Á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. sem haldnir voru í gær var samþykkt að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. í samræmi við samrunaáætlun frá 9. mars 2007. Samruninn er háður samþykki
Fjármálaeftirlitsins.

Fram kom að samkvæmt drögum að rekstrarniðurstöðu sameinaðs félags á fyrstu þremur mánuðum ársins væri hagnaður fyrir skatta um 550 milljónum króna og greinist hann þannig í milljjónum króna:


Hreinar vaxtatekjur 156
Tekjur af eignarhlutum 410
Þóknanatekjur og aðrar rekstrartekjur 147
Önnur rekstrargjöld -115
Framlag í afskriftareiknig útlána - 48

Hagnaður fyrir skatta 550 milljónir


Ný stjórn er skipuð þeim Gísla Kjartanssyni sem jafnframt er formaður stjórnar, Gunnari Árnasyni, Símoni Sigurpálssyni, Páli Magnússyni og Þresti Leóssyni. Varamenn í stjórn eru Ólafur Elísson, Guðmundur Ingi Jónsson, Birgir Ómar Haraldsson, Jón Kristjánsson og Kristinn Ágúst Ingólfsson.