Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í samtali við Viðskiptablaðið að eftirlitið sé ekki líklegt til að heimila varnarviðbrögð við aukinni samkeppni, til dæmis samruna, ef þau svipta neytendum ávinningnum af aukinni samkeppni.

„Kaup Haga á Lyfju er til rannsóknar hjá okkur en samrunar milli smásölufélaga og olíufélaga hafa ekki verið tilkynntir til okkar. Þar sem þessum rannsóknum er ólokið liggur ekki fyrir hvort þessir samrunar verði leyfðir, ógiltir eða heimilaðir með skilyrðum.

Almennt er þó hægt að segja að ef þessir samrunar fela í sér einhvers konar varnarviðbrögð við innkomu nýs aðila á markaðinn, þá mun Samkeppniseftirlitið gæta þess að slík viðbrögð svipti ekki almenning og samfélagið réttmætum ábata af virkari samkeppni.“

Spurður hvort að koma Costco sé jákvæð viðbót við innlendan smásölumarkað segir Páll: „Til skamms tíma leiðir hin nýja samkeppni til sviptinga, en það er erfiðara að segja til um langtímaáhrifin. Það er alltaf jákvætt þegar nýir aðilar koma inn á samkeppnismarkaði, ég tala nú ekki um í svona litlu hagkerfi eins og okkar. Almenningur á skilið virkari samkeppni á helstu neytendamörkuðum hér á landi og það felur í sér tækifæri fyrir neytendur og samfélagið.

Það er alltaf jákvætt þegar nýir aðilar koma inn á samkeppnismarkaði, ég tala nú ekki um í svona litlu hagkerfi eins og okkar. Almenningur á skilið virkari samkeppni á helstu neytendamörkuðum hér á landi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .