Stjórn Eikar fasteignafélags hf. og Arion banki hf., eigandi fasteignafélagsins Landfesta ehf., hafa ákveðið að framlengja viðræður um hugsanlegan samruna Eikar fasteignafélags hf. og Landfesta ehf. Í tilkynningu sem send var Kauphöllinni kemur fram að aðilar vonast til að geta greint frá niðurstöðu viðræðna fljótlega.

Greint var frá því fyrir mánuði síðan að Eik og Landfestar hefðu ákveðið að fara í samrunaviðræður. Markmið viðræðnanna væri að leggja mat á eignarhlutföll í sameinuðu félagi og væntan ábata hluthafa félaganna tengdan samlegðartækifærum félaganna og hugsanlegri skráningu hlutafjár hins sameinaða félags í kauphöll.

Í viðræðum aðila er gert ráð fyrir því að Eik fasteignafélag hf. ljúki þeim kaupum fasteigna af SMI ehf., sem félagið hefur skuldbundið sig til. Þar er einkum um að ræða eignir á Smáratorgi í Reykjavík, en einnig eru eignir á Akureyri þar undir.