Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nýlega samruna Allergan og Teva með skilyrðum. Framkvæmdastjórnin komst að þeirri niðurstöðu að samruninn muni raska samkeppni og lagði því skilyrði fyrir samrunanum.

Fyrirtækin eru bæði á meðal stærstu lyfjaframleiðanda í heimi. Skilyrði samrunans eru þau að fyrirtækin þurfa að selja frá sér eignir og rekstur til að gæta þess að samruninn raski ekki samkeppni. Meðal þess sem þarf að selja er meirihluti eigna og reksturs Allergan Generics í Bretlandi og á Írlandi. Framkvæmastjórnin taldi að án þessara skilyrða þá myndi sameining fyrirtækjana getað raskað samkeppni á Írlandi, Bretlandi og á Íslandi.

Framkvæmdastjórnin segir að Allergan hafi haft markaðsráðandi stöðu sem dreifingaraðili á lyfjum, en að Teva hafi veitt félaginu samkeppni í gegnum Lyfis. Samruni fyrirtækjanna myndi því skerða samkeppni verulega hér á landi. Til að samruninn muni ekki raska samkeppni hér á landi þá verður Teva að selja frá sér einkaleyfi á tilteknum lyfjum.