Samkeppniseftirlitið hefur veitt heimild til samruna Exista og VÍS, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar frá Exista. Félagið er skráð í Kauphöllinni.

Í tilkynningunni segir: "Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um samruna Exista og VÍS eignarhaldsfélags hf. Stofnunin hafði til rannsóknar samkeppnisleg áhrif samrunans, sbr. 4. mgr. 17 gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ákvörðun Samkeppniseftirlitisins er eftirfarandi: ?Með samningi, dags. 30. maí 2006, keypti Exista ehf. allt hlutfé í VÍS eignarhaldsfélagi hf. Samningur þessi felur í sér samruna í skilningi 4. og 17 gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna þessa samruna.? "