*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 22. nóvember 2019 16:40

Hringbraut stefndi í þrot

Samruni Fréttablaðsins og Hringbrautar hefur verið samþykkur af Samkeppniseftirlitinu.

Ritstjórn
Helgi Magnússon er meirihlutaeigandi í sameinuðu félagi.
Haraldur Guðjónsson

Samruni Fréttablaðsins og Hringbrautar hefur verið samþykkur af Samkeppniseftirlitinu (SKE). Í ákvörðun stjórnvaldsins kemur fram að ef ekki hefði komið til hans hefði Hringbraut að óbreyttu stefnt í þrot.

Um miðjan síðasta mánuð var sagt frá því að Helgi Magnússon hefði keypt útistandandi hluti í Torg ehf., útgefanda Fréttablaðsins, en hann keypti helming hlutafjár í sumar. Samtímis var tilkynnt að Hringbraut og Fréttablaðið myndu renna saman í eina sæng.

Undir lok síðasta mánaðar féllst SKE á beiðni þess efnis að samruninn kæmi strax til framkvæmda þótt hann hefði enn ekki verið samþykktur af eftirlitinu. Var það vafalaust gert þar sem Hringbraut hefur talist á fallanda fæti.

Í samrunaskrá kom fram að rekstur Hringbrautar stefndi í þrot og væri í raun sjálfhætt að óbreyttu. Þó Torg hafi verið réttum megin við núllið þá megi lítið út af bregða til að ekki fari illa. Afkoma Hringbrautar hafi verið afleit og með samrunanum sé fjölmiðlinum forðað frá þroti.

Að mati SKE raskaði samruninn ekki stöðu á markaði og því ekki rétt að grípa inn í hann, hvorki á grundvelli samkeppnislaga né fjölmiðlalaga.

Stikkorð: Torg ehf.