Samkeppniseftirlitið mun ekki aðhafast frekar vegna kaupa HB Granda hf. á öllu hlutafé í Norðanfiski ehf. Í ákvörðun eftirlitsins segir að HB Grandi starfi ekki á þeim mörkuðum sem Norðanfiskur starfar nema að litlu leyti. Helst sé þar að gæta skörun á markaði fyrir útflutning fiskafurða, en starfsemi Norðanfisks sé óveruleg á því sviði.

Með hliðsjón því og öðru sem talið er upp í niðurstöðunni telur Samkeppniseftirlitið að fyrirhugaður samruni leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.