Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna fyrirhugaðs samruna Íslandsbanka og Byrs. Fjármálaeftirlitið (FME) hafði þegar gefið græna ljósið fyrir kaupum Íslandsbanka á Byr.

Sameiningin sem stendur fyrir dyrum enn til meðferðar hjá FME og ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Þá þarf fjármálaráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, heimild Alþingis fyrir sölu á eignarhlut sínum í Byr.

Starfsemi fyrirtækjanna verður óbreytt á meðan beðið er samþykkis ofangreindra aðila, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Í tilkynningunni kemur fram að Íslandsbanki fagni niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Samruni Íslandsbanka og Byrs sé mikilvægur áfangi í að ná fram nauðsynlegri hagræðingu á íslenskum fjármálamarkaði og er liður í uppbyggingu hans.