Kauphöllin í London (LSE) og ítalska kauphöllinn Borsa sem staðsett er í Mílanó hafa komist að samkomulagi um að stefna að sameiningu kauphallanna, að því er Dow Jones fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum sem vel þekkir til málsins. Ef rétt reynist staðfestir þetta frétt sem birtist fyrir skemmstu í franska dagblaðinu La Tribune þar sem greint var frá því að slíkur samruni væri í burðarliðnum. Það er búist við því að stjórn Borsa muni hittast á morgun þar sem væntanlega verður samþykkt að ganga til viðræðna við LSE.