Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Pennans ehf. og Islandia og Viking Craft hf. Penninn er verslunarfyrirtæki sem selur m.a. bækur, skrifstofuvörur og skólavörur og rekur bæði smásöluverslun og heildsölu. Islandia hefur einkum haft með höndum heildsölu og smásölu á gjafavöru.

Að mati Samkeppniseftirlitsins fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. samkeppnislaga þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvörðun