Samruni Promens, dótturfélags Atorku, og Polimoon gæti haft verulega jákvæð áhrif á rekstur Promens, að sögn greiningardeildar Glitnis. ?Eru kaupin athyglisverð því umsvif Promens eru mun minni en Polimoon,? segir greiningardeildin.

Star AcquisitionCo AS, dótturfélag Promens, hefur náð samþykki um kaup á 95,68% af hlutafé í Polimoon.

?Polimoon hefur verið ötult við að yfirtaka rekstur félaga um alla Evrópu og snúa rekstri þeirra við. Þannig er vöxtur undanfarinna ára tilkominn en sem dæmi voru umsvif Polimoon ríflega 20 milljarðar króna árið 2003 en tekjur ársins 2006 eru áætlaðar nálægt 45 milljörðum króna. Áætlaðar tekjur Promens á árinu 2006 eru tæpir 16 milljarðar króna,? segir greiningardeildin.