Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hóf í morgun samsetningu á nýjustu vél sinni, A350XWB, í Toulouse í Frakklandi. Samsetningin fólst í því að 19,7 metra langur miðjubúkur var settur saman við 21 metra langan framenda vélarinnar skv. tilkynningu frá Airbus.

Gera má ráð fyrir því að fyrsta reynsluflug A350 vélarinnar fari fram næsta sumar, en upphaflega stóð til að afhenda vélina til notkunar á þessu ári.

Sem kunnugt er eru Airbus vélanar framleiddar víðs vegar um Evópu. Vængir vélanna eru framleiddir í Braughton í Englandi, stjórnklefarnir eru framleiddir á Spáni og skrokkar vélanna eru flestir framleiddir í St. Naziaire í Frakklandi. Þetta er síðan allt flutt til Toulouse í Frakklandi þar sem vélarnar eru settar saman. Þar eru jafnframt höfuðstöðvar Airbus.

Sem fyrr segir er A350 vélin nýjasta vél Airbus. Vélinni er ætlað að keppa við Boeing 777 og Boeing 787 Dreamliner. Skrokkur vélarinnar verður að mestu búinn til úr koltrefjum títaníum og loks úr léttu áli og á það samkvæmt gögnum frá Airbus að gera vélina léttari og þar með umhverfisvænni. Þá er gert ráð fyrir að vélin eyði um 17-18% minna eldsneyti en Beoing vélarnar. Flugdrægni A350 verður um 8.500 sjómílur, eða um 15.600 km.

Fyrir utan það að vera ekki tveggja hæða er hönnun A350 vélarinnar að mörgu leyti byggð á hönnun A380 vélarinnar. Þannig verður flugstjórnarklefinn svo að segja hinn sami auk þess sem grunnskrokkur, farþegarými og allt rafmagnskerfi vélarinnar er líkt og það sem er í A380.

Vélin verður framleidd í þremur stærðum, A350-800 sem mun sitja um 270 farþega, A350-900 sem mun sitja um 314 farþega og A350-1000 sem mun sitja allt að 350 farþega.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá fyrstu samsetningunni í morgun.

Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.
Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.
Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ferþegarými A350 vélarinnar.
Ferþegarými A350 vélarinnar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ferþegarými A350 vélarinnar.

Airbus A350
Airbus A350
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)