Samsetning fyrirtækja og fjölda þeirra innan Úrvalsvísitölunnar verður óbreytt þegar ný vísitala tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi, segir greiningardeild Glitnis.

?Kaupþing banki hefur mest vægi í vísitölunni sem fyrr en miðað við núverandi markaðsvirði vegur bankinn 35% í vísitölunni. Flot á bréfum Kaupþings minnkaði í kjölfar nýyfirstaðins hlutafjárútboðs úr 80% í 65% sem hefur áhrif til að minnka vægi bankans í vísitölunni.

Exista er ekki valið í Úrvalsvísitöluna að þessu sinni en félagið uppfyllir ekki skilyrði um lágmark 3ja mánaða skráningu fyrir val í vísitöluna,? segir greiningardeildin.

Hún segir að þegar litið er á skiptingu atvinnugreina í Úrvalsvísitölunni sést að fjármálaþjónusta yfirgnæfir aðrar atvinnugreinar með um 72% af flotleiðréttu markaðsvirði.

?Undir fjármálaþjónustu falla Kaupþing banki, Landsbanki, Glitnir, Straumur-Burðarás fjárfestingabanki og Atorka. Heilbrigðisgeirinn vegur 10% en undir þá atvinnugrein falla Actavis og Össur. Aðrar atvinnugreina vega minna,? segir greiningardeildin.