*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 20. ágúst 2019 17:49

Samsett hlutfall VÍS hækkar

Hækkun samsetts hlutfalls VÍS í júlí skýrist fyrst og fremst af bruna í atvinnuhúsnæði í Fornubúðum í Hafnarfirði.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

Samsett hlutfall VÍS var 106,6% í júlímánuði en til samanburðar var hlutfallið 83,5% í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS. Samsett hlutfall sem er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingahluta sem hlutfall af iðgjöldum er 100,3% það sem af er ári og 98,8% á síðustu 12 mánuðum. 

Ávöxtun fjárfestingareigna félagsins í júlí var 0,1% en það sem af er ári er ávöxtunin 8,3%. Félagið greiddi viðskiptavinum sínum rúmlega 1,5 milljarða króna í tjónabætur í mánuðinum og hefur greitt 9,7 milljarða í tjóna bætur það sem af er ári en í tilkynningunni segir að hafa skuli í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga geti sveiflast mjög á milli mánaða. 

Í tilkynningunni segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS að hátt samsett hlutfall í mánuðinum skýrist fyrst og fremst af kostnaði vegna bruna í atvinnuhúsnæði í Fornubúðum í Hafnarfirði í lok mánaðarins en tjón félagsins sé þó takmarkað vegna endurtryggingasamninga. 

Stikkorð: VÍS