Samsett hlutfall VÍS var 87,9% í júlí en það var 96,1% í júlí 2016. Samsett hlutfall var 94,8% í ágúst en það var 96,8% í ágúst 2016. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, tilkynnti nýlega að félagið hyggist birta mánarlega upplýsingar um samsett hlutfall og greiddar tjónabætur. Þetta er gert til að bæta upplýsingagjöf til markaðarins.

Samsett hlutfall frá áramótum er 94,3% og síðustu 12 mánuði er það 96,1%.

VÍS greiddi viðskiptavinum tjónabætur fyrir milljarð króna í júlí og tæpa 1,2 milljarða króna í ágúst. Á árinu hefur VÍS greitt viðskiptavinum um 10,1 milljarð króna í tjónabætur.