*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 20. ágúst 2018 16:04

Samsett hlutfall VÍS var 83,5% í júlí

Samsett hlutfall það sem af er ári er 100,2% og samsett hlutfall síðustu 12 mánuði er 98,8%.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.
Eva Björk Ægisdóttir

Samsett hlutfall í júlí var 83,5% en það var 87,9% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Samsett hlutfall tryggingarfélagsins það sem af er ári er 100,2% og samsett hlutfall síðustu 12 mánuði er 98,8%. Nafnhækkun fjárfestingaeigna var 0,8% í júlí en nafnhækkun frá áramótum er 4,9%

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum tæplega 1,2 milljarða króna í tjónabætur í júlí og hefur greitt viðskiptavinum tæpa níu milljarða í tjónabætur það sem af er ári.

Stikkorð: VÍS
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is