*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. desember 2004 15:29

Samskip breyta siglingaáætluninni

Ritstjórn

Samskip breyta siglingaáætlun sinni frá og með 1. janúar 2005. Skip félagsins munu hafa viðkomu í Halmstad í Svíþjóð í stað Varberg sem hefur verið viðkomuhöfn Samskipa í Svíþjóð fram til þessa. Flutningar félagsins til og frá Noregi og Svíþjóð fara framvegis um Halmstad samkvæmt breyttri siglingaáætlun og um leið flyst vörumóttaka í Noregi frá Moss til Oslo. Skipin verða á fimmtudögum í Halmstad.

Í nýrri siglingaáætlun Samskipa verða Árósar í Danmörku síðasta höfnin á meginlandinu á leið til Íslands, með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Brottför frá Árósum verður á föstudögum í stað fimmtudaga nú.

"Þessar breytingar eru gerðar til að bæta þjónustu við innflytjendur hérlendis. Flutningstími Samskipa frá Árósum til Reykjavíkur styttist verulega en Árósar eru ein mikilvægasta lestunarhöfn vöruinnflutnings til landsins," segir í tilkynningu félagsins.