Geest North Sea Line, dótturfyrirtæki Samskipa, hefur hafið tíðari gámasiglingar á milli Noregs og Rotterdam ? með tilkomu samstarfssamnings við DFDS Lys Line, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Félagið mun sigla tveimur skipum, tvisvar í viku, á milli Rotterdam og fjögurra hafna við Óslófjörðinn; Óslóar, Moss, Brevík og Kristansand, sem og hefur sitt hvort skipið viðkomu einu sinni í viku í bæði Fredrikstad og Larvík. Þar er þó ekki staðar numið og mun annað skipanna hafa vikulega viðkomu í Hamborg.

?Frá Rotterdam getum við boðið upp á flutninga um alla Evrópu, hvort sem er með lestum, fljótaprömmum, vöruflutningabílum eða skipum Geest? segir Gerard de Groot, framkvæmdastjóri markaðssviðs Geest, í fréttatilkynningu.

?Svokallaðir 45 feta gámar, bæði frystigámar, hefðbundnir gámar og gámar sem hægt er að hlaða og afferma frá hlið" segir Gerard de Groot verði notaðir til flutninganna og bætir við að þeir séu séu jafnfætis vöruflutingabílum í ummáli ?og bjóða til viðbótar upp á meiri sveigjanleika og lægri flutningskostnað, því það er jöfnum höndum hægt að flytja þá með skipum, járnbrautalestum, fljótaprömmum eða trukkum, allt eftir því hvað er hagkvæmast hverju sinni.?

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Samskip og Geest hafa verið að auka umsvif sín töluvert á umræddu svæði og flutningar þrefaldast á síðustu tveimur árum. Trúa þeir það sé markaður fyrir enn frekari gámaflutninga á milli Rotterdam og Noregs.