Samskip hafa gengið frá kaupum á norsku flutningafyrirtækinu Euro Container Line (ECL).

Í fréttatilkynningu frá Samskipum kemur fram að kaupin séu gerð til að styrkja stöðu Samskipa í Noregi. Í því samhengi er talið að aukin tíðni ferða og meiri hraði efli þjónustu við viðskiptavini sem umsvif hafa í Noregi. Þetta á því sérstaklega við sjávarútveg á svæðinu.

Heildar flutningsmagn Samskipa í Noregi eykst því úr 55.000 gámaeiningum í 90.000 og eykur það heildarflutningsmagn félagsins úr 850.000 gámaeiningum í 885.000. Vill fyrirtækið auka umsvif sín í Noregi.

Styrkari stoðir í Noregi

Telur Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa að þessi kaup renni frekari stoðum um áform fyrirtækisins að styrkja stöðuna í Noregi. Bendir hann einnig á kaup 50% hlut í Silver Green. Því geti Samskip boðið sjávarútveginum í Noregi upp á betri þjónustu sem væri því sambærileg þeirri sem fyrirtækið veiti á Íslandi og í Færeyjum.

Eftir 15 ára vaxtarskeið Samskipa í Noregi þar sem Samskip hafa markvisst styrk sína stöðu í landinu, þá getur fyrirtækið bætt Hamborg og Bremerhaven við þjónustuframboð Samskipta til og frá Noregi með kaupunum á ECL.

Nýjar siglingaáætlun

Þetta þýðir að Samskip komi við í 14 höfnum. Nýjasta viðbótin er Holla, Ikornes, Maloj og Haugasund í Noregi . Þessar hafnir bætast í víðtækt net Samskipa - sem hafa starfsemi á 55 stöðum í 24 löndum. Velta fyrirtækisins er um 90 milljarðar á ári og eykst hún um 10 milljarða við kaupin