Samskip hafa fest kaup á skoska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Saltire Integrated Shipping Limited í Glasgow, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Rekstur fyrirtækisins verður áfram undir eigin nafni en aðlagaður að starfsemi Samskipa á Bretlandseyjum. Kaupverðið er trúnaðarmál.

"Við opnuðum skrifstofu í Skotlandi árið 2004 og höfum einkum sinnt frystiflutningum og starfsemi tengdri Íslands- og Færeyjasiglingum félagsins," segir Simon Dwyer, svæðisstjóri Samskipa á Bretlandseyjum, í tilkynningu.

"Með kaupunum á Seawheel árið 2005 bættust gámaflutningar milli Grangemouth og meginlands Evrópu við þjónustu Samskipa í Skotlandi og eftir kaupin á Saltire getum við boðið viðskiptavinum okkar þar upp á heildarþjónustu á sviði flutninga, vörustýringar og vörumeðhöndlunar," bætir Dwyer

Saltire flutningsmiðlunin var stofnuð árið 2004 og nam ársveltan um einni milljón punda á síðasta ári. Starfsmenn eru fimm talsins.