Samskip hafa gert samning um að kaupa rekstur norska skipafélagsins Nor Lines AS, en það er í eigu DSD Group, með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á sínum tíma höfnuðu þau hins vegar kaupum Eimskips á félaginu fyrr á árinu og sagði Gylfi Sigurðsson, forstjóri Eimskips, að þau hefðu gert mistök með ákvörðun sem hann kallaði þröngsýna að því er Fréttablaðið greindi frá.

Nor Lines veltir um 110 milljónum evra, sem jafngildir um þrettán milljónum íslenskra króna, en félagið siglir um norður Evrópu auk strandsiglinga í Noregi. „Fyrirhuguð kaup munu skapa Samskipum mikil tækifæri,“ Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa Logistics segir mikil tækifæri í kaupunum.

„Við höfum verið í mikilli sókn á norska markaðnum undanfarin ár og erum að halda áfram þeirri sókn,“ segir Ásbjörn. „Starfsemi Nor Lines fellur einkar vel að starfsemi Samskipa, en með kaupunum munum við ná að bjóða upp á enn víðtækara þjónustuframboð til handa viðskiptavinum okkar og Nor Lines.“