Samskip opnuðu nýverjið lestarmiðstöð í Duisburg í Ruhr-héraði í Þýskalandi. Sjö lestarteinar liggja að lestarmiðstöðinni og tengja hana við evrópska lestarkerfið. Jens Holger Nielsen, forstjóri Samskipa í Evrópu, segir verulega hagræðingu felast í því fyrir Samskip að nota lestir við landflutninga í stað þess að nota einungis stóra vöruflutningabíla.

„Þetta er ódýrari leið, auðveldari og umhverfisvænni til þess að koma vörunni á milli staða,“ segir hann. Að auki sé hún fljótlegri þar sem vöruflutningabílarnir geti lent í umferðarteppu á vegunum en lestirnar lendi ekki í slíku.

Samskip notar skip, stóra vöruflutningabíla með tengivögnum og lestarvagna til þess að flytja vörur um Evrópu og víðar um heim. Stærsti hluti starfseminnar er í Evrópu. Nielsen segir það sem skipti mestu máli sé að allar þessar aðferðir við að flytja vörur, með skipum, lestum og stórum vöruflutningabílum, styðji vel hver við aðra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .