Samskip létu setja upp sólarorkuver hjá dótturfélagi sínu, kælifyrirtækinu frigoCare í Rotterdam.

Bygging sólarorkuversins er hluti af umhverfis- og sjálfbærnisáætlun Samskipa og liður í því að vinna að settum markmiðum í loftslagsmálum.

Markar tímamót

Sólarorkuverið verður það stærsta í Rotterdam - markar það því tímamót í hafnarstefnu Rotterdam. Verið verður sett upp á þaki kæligeymslu frigoCare. Alls eru sólarsellurnar 3100 og þekja 7500 fermetra. Gæti þetta sólarorkuver ennfremur séð fyrir raforkuþörf um 250 smærri heimila.

Ráðist var í þessar framkvæmdir með það að leiðarljósi að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og á að sýna gott fordæmi fyrir önnur fyrirtæki á sama markaði.

Kostnaður við uppsetningu sólarorkuversins var um ein milljón evra, en þó er gert ráð fyrir að fjárfestingin skili sér á næstu tíu árum.