Ístak annaðist allar framkvæmdir og sá um mestalla hönnun á nýjum höfuðstöðvum Samskipahússins, sem fram fór nánast um leið og það var reist því upphaflega var t.d. ekki gert ráð fyrir því að höfuðstöðvar félagsins yrðu þar til húsa. Byggingarkostnaður var áætlaður um 2,4 milljarðar króna með viðbótum og var samið við Íslandsbanka um fjármögnun verkefnisins. Hefur kostnaðaráætlun staðist í öllum meginatriðuum.

Samhliða byggingu nýja hússins var reist þvottastöð fyrir flutningabíla, byggt nýtt hliðhús og athafnasvæði félagsins girt af vegna nýrra laga um siglingavernd. Einnig var byggð lyftarageymsla og útbúið afgirt geymslusvæði.

Rafmiðlun sá um rafmagnshönnun og VGK annaðist hönnun lagna- og loftræstingar. Arkitektar að húsinu og öðrum mannvirkjum er arkitektastofan Arkís en Landmótun hannaði lóðina. Verkefnastjórnun og eftirlit var hjá Línuhönnun, Lagnatækni og Raftæknistofunni.