Ýmis samskiptaforrit hafa notið góðs af því að Facebook og Instagram lágu niðri í nokkra klukkutíma í byrjun vikunnar. Forritið Telegram bætti við sig 70 milljónum nýjum notendum á mánudaginn og notendafjöldinn jókst um meira en 10%.

Telegram stökk upp um 55 sæti og náði toppnum á App Store yfir flestu niðurhöl af bandarískum iPhone notendum. Pavel Durov, stofnandi Telegram, viðurkenndi í samtali við The Guardian að þjónusta Telegram hafi gengið aðeins hægar fyrir sig en venjulega vegna hinnar miklu aðsóknar í vikunni en sagðist þó vera stoltur að því hvernig fyrirtækið hefur tæklað þennan mikla vöxt.

Dulkóðaða samskiptaforritið Signal sagðist einnig hafa bætt við sig „milljónum“ af nýjum notendum á mánudaginn. Signal komst í sviðsljósið í byrjun árs þegar Elon Musk, stofnandi Tesla, tístaði einfaldlega „Notið Signal“.