Í kjölfar úttekta Ríkisendurskoðunar á innkaupum Ríkislögreglustjóra hafa samskipti stofnananna orðið opinber og hefur embætti Ríkislögreglustjóra gagnrýnt ríkisendurskoðanda harkalega. „Yfirleitt á Ríkisendurskoðun í ágætum samskiptum við þá aðila sem hún endurskoðar og þeir bregðast vel við gagnrýni okkar. Það getur þó kastast í kekki eins og nýleg dæmi sýna. Samskipti Ríkisendurskoðunar og ríkislögreglustjóra hafa verið stirð í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við framkvæmd innkaupa hjá embættinu. Við teljum að hörð viðbrögð embættisins hafi verið ósanngjörn en afgreiðsla þessa máls nú er í eðlilegum farvegi.“

Viðtal við Svein Arason, ríkisendurskoðanda, má lesa í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.