Í framhaldi af úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sl. þriðjudag, þar sem beiðni Samson eignarhaldsfélags ehf. um framlengingu á greiðslustöðvun var hafnað, hefur stjórn félagsins óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en hún hljómar svona:

„Þann 4. nóvember síðastliðinn kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem hafnað var beiðni Samson eignarhaldsfélags ehf. um framlengingu á greiðslustöðvun félagsins. Í kjölfar úrskurðar héraðsdóms þá hefur stjórn Samson eignarhaldsfélags ehf. tekið ákvörðun um að fara fram á það við héraðsdóm Reykjavíkur að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta.“