Samson, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Hersis ? ráðgjafar og þjónustu ehf., hefur keypt 110.206.778 hluti í Landsbanka Íslands á genginu 21,3, segir í tilkynningu. Kaupverð hlutarins nemur 2,35 milljörðum króna.

Samson er stærsti hluthafinn í Landsbankanum og Björgólfur Guðmundsson er formaður bankaráðs. Fyrir viðskiptin nam eignarhlutur Samson 40,2% í bankanum.

Hersir ? ráðgjöf og þjónusta ehf., er í eigu Þorvalds Björnssonar, Þórs Kristjánssonar, Tómasar Ottó Hanssonar, Birgis Más Ragnarssonar og Andra Sveinssonar.

Þór Kristjánsson er bankaráðsmaður og fruminnherji í Landsbankanum. Andri Sveinsson er varamaður í bankaráði og fruminnherji í bankanum. Birgir Már Ragnarsson er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Samson og fjárhagslega tengdur félaginu.